Vefurinn var opnaður miðvikudaginn
17. mars 2007

Styrkur frá
WIN-World Immunodeficiency Network

gerði okkur kleift að opna þessa heimasíðu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Fundarboð

Aðalfundur Lindar verður haldinn mánudaginn 5. Október n.k. í húsnæði Astma- og ofnæmisfélagsins að Síðumúla 6 Reykjavik.

Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

Lind

Lind - Félag um meðfædda ónæmisgalla var stofnað 11. maí 2002 af einstaklingum með meðfædda ónæmisgalla, aðstandendum þeirra og áhugafólki.

Markmið félagsins eru meðal annars að stuðla að öflugum forvörnum, greiningu og meðferð meðfæddra ónæmisgalla og annast fræðslu á meðfæddum ónæmisgöllum og málefnum þeim tengdum.

Flestir ónæmisgallar eiga það sammerkt að hætta á sýkingum er töluvert hærri en gengur og gerist og saklaus kvefpest getur leitt til alvarlegri vandamála eins og t.d. lungnabólgu. Mikilvægt er fá greiningu eins fljótt og unnt er og hefja í kjölfarið viðeigandi meðferð til að minnka líkurnar á varanlegum líffæraskemmdum.